[ Valmynd ]

var á Þingvöllum

Birt 19. júní 2005

fjallkonaní rigningu en logni. Hlustaði á góðar ræður og hljómfagra tónlist, horfði á fallegan dans og borðaði rjómatertu með kokkteilávöxtum sem samband sunnlenskra kvenna seldi í litlu hvítu sölutjaldi með glugga.
Ég bjóst við fleirum á slíkum merkisviðburði af því ég tel fátt ef nokkuð skipta meira máli fyrir lýðræðið en að allir hafi kosningarétt.
18 fölbleikar rósir sem flutu á drekkingarhyl voru táknrænar fyrir þær konur sem drekkt var í hylnum.
Fjallkonur í fánalitunum sem stóðu hátt uppi á klettum almanngjár voru mögnuð sjón, fagurbláir kyrtlarnir bylgjuðust um fætur þeirra, rauðir fánar blöktu í vindinum og hvítt höfuðfatið reis hátt.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.