[ Valmynd ]

það skeit á

Birt 21. júní 2005

mig kría í gær. Ég þurfti að sveifla þarastöngli yfir höfði mér til að fá ekki gogg í hausinn. Árásirnar byrjuðu alltaf eins, ein kría gargaði hátt og upp flaug hópur sem lagði til atlögu. Það greip mig ekki skelfing enda er ég vön að ganga um kríuvarp. Ég safnaði kríueggjum sem krakki og borðaði þau með bestu lyst þar til ég var plötuð til að borða stropað egg með skurninum og öllu saman. Eftir þá lífsreynslu hafa mér fundist soðin egg vond.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.