[ Valmynd ]

keypti svefnpoka í gær

Birt 26. júní 2005

sem samkvæmt merkingu á að þola -15° . Ekki það að ég sé að fara að gista úti í þetta miklu frosti en það er víst ekkert að marka það sem stendur á miðanum á pokanum. Pokar sem eru merktir svona eru fínir fyrir íslenskra sumarnætur. Mig vantar líka tjald sem heldur vatni. Við vitum ekkert hvar við ætlum að sofa úti en finnst betra að eiga græjurnar ef það dytti í okkur að vilja gista í tjaldi. Ég á líka hótelmiða og hef tekið hús á leigu fjarri mannabyggðum svo möguleikarnir eru margir.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.