[ Valmynd ]

ég er búin að hengja

Birt 27. júní 2005

listilega smíðuð geitungabú upp á vegg inni í stofu. S fann ársgamalt bú undir þakskegginu og annað lítið yfirgefið í hjólaskúrnum. Það er kraftaverki líkast að flugur geti byggt sér svona flókin forðabúr, í einhverjum hólfunum eru leifar af hunangi. Þær hafa notað sag úr húsinu til að líma utan um búið en platan bak við hólfin er svo þykk að hún líkist helst korki. Þegar ég opnaði glerið á rammanum/kassanum til að bæta litla búinu við gaus upp sérkennileg lykt. Kannski af hunanginu…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.