[ Valmynd ]

ýmislegt sem ég ætlaði

Birt 28. júní 2005

að gera í dag en gerði ekki. Tími minn fór allur í vinnu við skýrslu og eitthvað smálegt dútl sem ég veit ekki einu sinni hvert var.
Ég datt í gær inn í þennan þátt á DR . Myndir af yndislegu dönsku sumri leiddu til þess að ég fór út í garð og tíndi blóm til að taka inn. Setti blóm í vasa á náttborðið. Ilmunrinn var svo megn að S spurði hvort ég væri farin að nota nýtt krem. Við hnerruðum bæði áður en við sofnuðum en héldum út að hafa blómin í svefnherberginu þó ekki væri nema fyrir stemmninguna.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.