[ Valmynd ]

mér fannst furðulegt

Birt 19. júlí 2005

að heyra fulltrúa frá vinstri GRÆNUM í R- listanum setja fram þau rök með breytingum á strætisvagnakerfinu að þær geri fjölskyldum kleift að sleppa ÞRIÐJA bílnum.
Í dag er sem sagt talið eðlilegt að fjölskyldur eigi þrjá bíla.
Ég man hvað mér fannst það fáránlegt þegar Pétur Blöndal var að gefa sparnaðarráð í útvarpinu á seinni hluta síðustu aldar og nefndi að ein góð leið til að spara væri að selja annan bíl heimilisins. Þá fannst mér merkilegt að ganga út frá því að fólk ætti yfirleitt tvo bíla. Nokkrum árum seinna þá er viðmiðið allt í einu orðið það að þriðja bílnum skuli fórnað.
Það er ljóst að ég fylgist bara alls ekki með því hvað er inni og hvað úti í bílamenningu þjóðarinnar frekar en fötum…

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.