[ Valmynd ]

rigningin sem fellur

Birt 23. ágúst 2005

listaverk í Finnlandifyrir utan gluggann hjá mér rétt í þessu er ekki íslensk. Hún fellur lóðrétt af miklum þunga í logni og minnir mig á rigningarskúri í útlöndum. Regnhlíf myndi virka sem skjól og mér finnst eins og það sé hægt að bíða hana af sér undir þakskeggi einhversstaðar. Droparnir eru þungir og skoppa hátt upp eftir að þeir hafa fallið til jarðar. Í samskonar rigningu í Finnlandi héngu föt á snúru.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.