[ Valmynd ]

eftir þrjár vikur er

Birt 23. ágúst 2005

ég á leið hingað þetta er lítill bær við Adríahafið. Ég verð þarna í tvær vikur að frílista mig. Fyrst ein í viku og þá viku nota ég til að læra svo kemur S og við verðum saman seinni vikuna og ferðumst til Feneyja og vonandi Veróna líka.
Ég hlakka til en reyni að einbeita mér að fyrirliggjandi verkefnum og láta fyrirhugaða ferð ekki trufla mig, það er erfitt. Mig langar mest til að velta mér upp úr því hvað ég geri og hvernig það verður að vera ein á stað þar sem ég þekki engan. Það er áskorun að takast á við ókunnugar aðstæður og verða að stóla algjörlega á sjálfan sig.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.