[ Valmynd ]

nú hef ég tækifæri

Birt 26. ágúst 2005

til að láta einn af draumum mínum rætast. Þetta er einfaldur draumur, kostar ekkert, bitnar ekki á neinum og í raun engar hindranir á veginum nema ég sjálf. Þetta er í raun spurning um hvor hefur völdin letinginn eða framkvæmdamaðurinn inni í mér. Í finnskum málshætti er spurt:
Hvenær getur sá lati unnið?
Á haustin er of mikill aur, á vorin er of mikið vatn, á veturna er nístandi kuldi og á sumrin er steikjandi hiti.
Ég á ekki að vera að hlusta á letingjann innra með mér, hann finnur sér alltaf einhverjar afsakanir. Just do it á við í þessu tilviki.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.