[ Valmynd ]

loksins aftur soldið

Birt 27. ágúst 2005

heitt.
Sátum úti í afmælisveislu tengdadóttur minnar. Börn veiddu geitunga í plastglös sem þau ætluðu að drekkja flugunum í. Geitungarnir sluppu þó alltaf undan pappírnum og flugu burt án þess að bera hönd yfir höfuð sér. Ég fékk mér góðan vinnulampa í dag til að eiga auðveldara með að vinna í borðstofunni í vetur. Hann gefur góða birtu en mikið andsk. eru snúrurnar ljótar. Mér tekst ekki að fela þær svo þetta fari vel.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.