[ Valmynd ]

ég hjólaði með

Birt 5. september 2005

flugu í auganum langleiðina heim í dag. Í fyrstu sá ég ekkert með auganum, blikkaði svo nokkrum sinnum svo flugan rann til og kom sér betur fyrir. Eftir það gerðu bara nokkur tár sem láku niður kinnaranr á mér mér lífið leitt, ásamt hugsunum um þá staði sem flugan hefði hugsanlega komið á áður en hún settist í augað á mér. Hafði hún kannski flogið inn í nefið á Sheffer hundi eða kannski sest á hrákaslummu á gangstéttinni? Hélt leið minni áfram og lét sem ekkert væri þar til mér tókst að hrekja þessar hugsanir á flótta og meira að segja gleyma flugunni.

Fékk lykilinn að dvalarstað mínum við Adríahafið í dag.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir rmg:

    Mér finnst það sem kemur frá þér alveg fullgott. Ég les það mér til hugarhægðar og það lyftir sálinni.

    6. september 2005 kl. 13.04