[ Valmynd ]

nú verð ég að

Birt 12. september 2005

skipuleggja mig vel. Fer í burt eftir 3 daga, skilaði einu verkefni áðan, þarf að undirbúa annað áður en ég fer og hafa það þriðja tilbúið til afhendingar í lok ferðar. Fyrir utan að ég þarf að fara til tannlæknis, þvo þvotta, kynna mér gjaldmiðil,ferðir til og frá flugvelli o.s.frv.

Yngsti sonur minn á afmæli í dag, er búinn að fá stórveislu, gjöf og ráða hvaða kvöldmatur á að vera. Hann tók sem sagt afmælið út fyrir fram. Hann á reyndar eftir að njóta flugmiðans sem hann fékk gefins, fer til kærustunnar um næstu helgi.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.