[ Valmynd ]

það er stórkostlegt

Birt 20. október 2005

að skokka í fallegu haustveðri laus við tannpínu. Litirnir og birtan eru eins og vítamínsprauta.
Kuldinn bítandi en samt við hæfi. Ég másandi og blásandi með vindinn í bakið, get ekki setið á mér að taka sprett (í huganum það er að segja) þegar þröstur flögrar fyrir framan mig.
Þó allir hlutir fari ekki eins og maður vill eru svo margir möguleikar í boði að það er bara spennandi að þurfa að leita nýrra tækifæra. Lífið hefur upp á svo margt að bjóða að það erfiðasta er að vita hvar maður á að leita.
Þeir sem ekki fatta af hverju þeir missa, tapa.
Það er undursamlega gott að eiga góða að þegar maður fær ekki það sem maður vill.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.