[ Valmynd ]

mig hefur lengi

Birt 25. október 2005

dreymt um að eiga hænur. Sá draumu rrættist eitt sumar þegar ég fékk tvær hænur lánaðar í tvo mánuði. Síðan þá hef ég velt fyrir mér að sækja um leyfi fyrir hænur og koma upp almennilegri aðstöðu því þetta var svo gott fyrir geðheilsuna. Það er fátt fyndnara en hænur að sinna sínu bardúsi. Ég hef aldrei komið því í verk að sækja um leyfi eða gera annað sem gera þyrfti. Núna eru líkur á því að þessi draumur rminn verði að veruleika orðnar ansi litlar. Umræða um fuglaflensu hlýtur að gera fólki erfiðara fyrir að halda hænur í þéttbýli.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.