[ Valmynd ]

ég tek ekk þátt

Birt 27. október 2005

í þessu
Skemmti mér samt við að teikna norn með mínu lagi.
Hún er mikið fyrir skræpótt föt og hefur ekki náð kústinum á loft lengi. Notar hann bara til að sópa kofann sinn og reka út mýs. Ég hef ekki trú á að neinn hræðist hana, hún virkar meira svona eins og skemmtikraftur.
Hennar galdrar gera engum mein en hún á hugsanlega seiði gegn leiðindum,
ókurteisi og nöldursemi.
Vildi að ég gæti vísað betlurum til hennar.
Hún myndi ekki vísa þeim frá, hlýtur að eiga pott fullan af gullpeningum…

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.