[ Valmynd ]

fór á frumsýningu

Birt 29. október 2005

á leikritinu Frelsi í gærkvöldi. Vinkona mín samdi leikritið svo ég er kannski ekki alveg hlutlaus en mér fannst henni takast mjög vel upp og efni leikritsins vakti mig til umhugsunar. Mér finnst helsta ádeilan í verkinu vera á foreldra, sljóleika þeirra og afskiptaleysi. Erum við öll svona? Viljum við sem minnst vita og krossum bara fingur og vonum að börnin okkar komist í gegnum unglingsárin án stórvandræða? Höfum við ekki um neitt annað að tala við unglinginn en að spyrja hann hvort hann sé búinn að læra eða finna að því hvað hann gengur illa um.
Unglingarnir í verkinu sem ætluðu að gera “byltingu” fannst mér helst vera að því vegna leiðinda, þau virtust ekki einu sinni vita almennilega til hvers aðgerðin ætti að leiða.

Sorglegast var að kannast við sjálfan sig í því að vera ekki tilbúin til að nálgast unglinginn sinn þegar honum þóknast að vilja bæta samskiptin við foreldrana, þurfa oft fyrst aðeins …

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.