[ Valmynd ]

það brakar óvenjulega

Birt 31. október 2005

mikið í húsinu hjá mér miðað við þó ekki meiri vind. Líkast því að einhver sé að ganga um á háloftinu…
Gekk heim úr messu í gærmorgun í köldu sólskini eftir að hafa hlusta á afa halda góða ræðu og kór syngja fallega tónlist. Gaman að hitta frænku sína í kirkju, við kjöftuðum svo mikið saman að kona á bekknum fyrir framan okkur sussaði reiðilega á okkur.
Fór að sjá myndina Drapet um helgina, fannst hún góð. Vel skrifuð, vel leikin og efnið áhugavert. Niðurstaða myndarinnar er í stuttu máli sú að:” í draumi sérhvers manns er fall hans falið”. held ég að óhætt sé að segja.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.