[ Valmynd ]

mér varð hugsað til

Birt 31. október 2005

sjálfrar mín, níu ára með borðhníf í vasanum tilbúin að drepa tannlækninn ef hann meiddi mig of mikið, þegar ég las þessa frétt.
Ég greip reyndar ekki til hnífsins en grenjað svo mikið að ég var send heim án þess að tannlæknirinn gerði neitt. Óhemjuskapurinn hefur reyndar elst af mér en hver veit hvað verður síðar…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.