[ Valmynd ]

mig er farið

Birt 22. nóvember 2005

að langa til að prjóna.
Eða kannski ég ætti bara að halda áfram með jóladúkinn minn. Er búin að sauma rúmlega tvær myndir af sex. Dúkurinn hefur verið á “hóld” lengi vegna anna en nú ætti að vera tími til að halda áfram. Myndskreyti í “Betlehem er barn oss fætt” er að stæla dúk ömmu minnar með applíkeruðum myndum á bláum bakgrunni og textinn saumaður með keðjuspori. Já kannski ég grafi hann upp þegar prófið sem ég tek næstu helgi er búið.

Búin að sjá mynd af væntanlegu frændsystkini, gaman, gaman :)

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.