[ Valmynd ]

það kemst orðið enginn

Birt 23. nóvember 2005

annar að á borðstofuborðinu en ég. Ég hef lagt það undir mig til ritgerðarskrifa og föndurs. Það á best við mig að dreifa úr mér svo sófaborðið er nánast undirlagt líka. Var að leika mér að stimpla með kartöflum í morgun til að hvíla hugann frá ritgerðarskrifunum. Lítil hæfni í útskurði og blöndun lita kom í veg fyrir að neitt nothæft kæmi út úr þessari tilraun en gaman var það.
Það má segja að þessi blái og guli engill hafi verið einna skástur. Stimplaði á dagblöð til að nýta þau eitthvað. Ætlaði mér ekkert með þetta fyrir utan að skemmta mér.

Eins og sést á mótívinu þá eru jólin aðeins farin að banka á dyrnar hjá mér og smákökudiskur fullur af glansandi marglitum glerkúlum gleður augu mín í draslhrúgunni á borðinu.

Ég gleymdi tímanum í föndrinu og þegar ég ætlaði út að skokka var kominn leiðindavindur og rigning svo ég hreinlega nenni ekki út.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.