[ Valmynd ]

í gærkvöldi sat

Birt 24. nóvember 2005

ég með hópi fóks og ræddi um virðingu. Við veltum fyrir okkur hvort virðing og traust hangi saman og hvort kemur á undan. Er traust tilfinning en ávinnur maður sér virðingu? Er eftirsóknarvert að bera virðingu fyrir öllum? Getur maður borið virðingu fyrir öllum? Er hægt að bera virðingu fyrir manneskju þó maður fyrirlíti skoðanir hennar? Getum við borið virðingu fyrir einhverju sem við hræðumst? T.d. náttúruöflunum eða stríðstólum? Við komumst ekki að niðurstöðu en vöktum hvert annað til umhugsunar.
Við vorum sammála um að mikilvægt er að sýna fólki áhuga og því sem það er að gera, til að það finni að borin er virðing fyrir því. Við vorum líka sammála því að í einelti kristallast hið fullkomna virðingaleysi.
Varðandi sjálfsvirðingu veltum við fyrir okkur á hvaða aldri er hægt að fara að tala um að fólki hafi eða hafi ekki sjálfsvirðingu. Okkur fannst sjálfsvirðing og sterk sjálfsmynd fara saman. Við vorum sammála því að fjölmiðlar hafi mikil áhrif á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu barna og unglinga og til að draga úr þeim áhrifum þurfa fjölskylda og skóliað standa saman í því að vinna gegn þeim áhrifum. Við fundum ekki leiðir til þessa en töldum mikilvægt að þeirra væri leitað.

Sjálf held ég að mikilvægt sé að koma fram við fólk þannig að það missi ekki sjálfsvirðingu sína.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.