[ Valmynd ]

við unglingurinn minn

Birt 30. nóvember 2005

fórum í langan leiðangur til að kaupa á hann peysu. Við byrjuðum á 40 mínútna strætóferð þar sem hann sat hokinn með hettuna fyrir andlitinu í sætinu fyrir framan mig og reyndi að sofa.Gamlar konur sem gengu hjá horfðu á hann með samblandi af vorkunn, hræðslu og forvitni í svipnum. Það var soldið maus að finna rétta vagninn til að komast heim en unglingurinn hafði á orði að það væri munur að vera með gamalli konu að hlaupa eftir strætó. Bílstjórinn hefði aldrei beðið eftir honum einum eða vinum hann.
Um hábjartan dag virðast engir nema gamalmenni, útlendingar og unglingar nota strætó.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.