[ Valmynd ]

ég stóð mig

Birt 21. desember 2005

eins og hetja innan um troðfullar hillur matvörubúðarinnar þegar ég þurfti snarlega að skipta um matseðil þar sem ekki var til ófrosið beinlaust lambakjöt. Ég fór í huganum yfir kjúklingauppskrift sem frænka mín eldaði í Píran og keypti inn það sem þurfti í hana. Ég keypti ekkert af því sem var á innkaupalistanum nema rauðlauk og appelsínan sem átti að vera í indónesíska pottréttinum nýttist sem krydd inn í kjúklingnum.Ég breytti meðlætinu í kartöflugratín sem er búið til úr sætum kartöflum krydduðum með engifer. Notaði kjúklingakryddið sem ég keypti í Píran og setti appelsínu með nokkuð mörgum hvítlauksrifjum inn í kjúklinginn. Boðsgestir stóðu á blístri að máltíð lokinni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.