[ Valmynd ]

ég sá það í jólaboði

Birt 26. desember 2005

í gær að svart, silfrað og gyllt er það sem er algengast í jólafötum kvenna þessi jólin. Glitrandi og skínandi kjólar frænkna minna og systra komu því til leiðar að mér leið eins og lúðanum í ljósu jakkafötunum innan um alla dökkklæddu herrana í Dressmann auglýsingunni. Ég var ekki nándar nærri nógu “festlig” í mínum brúna, appelsínugula og hvíta stórmunstraða bómullarkjól. Virkaði eins og skessa innan um allar petit glitrandi konurnar.
Tvö boð í dag, þar verð ég líklega líka eins og útúr kú…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.