[ Valmynd ]

dagar hins fullkomna

Birt 28. desember 2005

iðjuleysis líða hver af öðrum. Ég hugsa um athafnir en gleymi að framkvæma þær. Þetta ár fjarar út í miklum rólegheitum, vonandi er það merki um það sem koma skal á næsta ári.
Móðurbróðir minn lék jólasvein í boði hjá minni stórfjölskyldu og móðurbróðir tveggja mánaða sonar mágs míns lék jólasvein í öðru boði. Ég og ungbarnið vorum þannig á vissan hátt í sömu sporum og létum jólasveininn meira og minna fara framhjá okkur.
Nú ætla ég að fara að teikna upp gestalistann fyrir gamlárskvöld til að glöggva mig á fjöldanum…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.