[ Valmynd ]

Færslur janúarmánaðar 2005

ég valdi

31. janúar 2005

að ganga frekar en hjóla í vinnuna í morgun til að geta verið lengur úti í blíðunni.Kláraði margt í dag en annað enn óklárað. Sumt má bíða en annað er verra að hafa ekki komist yfir. Óvæntar uppákomur koma í veg fyrir að ég geti gengið til minna verka.
Þessar myndir frá Egyptalandi sem frænka mín […]

Ummæli (1) - Óflokkað

fór að skoða hugmyndir

30. janúar 2005

manns um borg.Þær höfðuðu á margan hátt til mín en virkuðu líka dálítið absúrd. En þegar maður veltir fyrir sér hvernig borgin lítur út þá er það ekki síður út í hött. Það vantar sárlega alla heildarsýn og hún er langt frá því að vera lífræn, mest tillit tekið til bílsins. Hver ákveðurað gráir steinkumbaldar […]

Ummæli (0) - Óflokkað

A benti okkur

29. janúar 2005

foreldrunum á nokkur ellimerki sem hann hefur komið auga á:
Gleraugu liggja eins og hráviði um allt hús og í búrskápnum eru:ORA sardínur í dósrúgbrauðflatkökurharðfiskurog honum finnst lyktin af harðfisknum vera eins og lyktin sem er oft heima hjá gömlu fólki.´Við látum sem þetta sé nú bara frekar fyndið en líklega kaupum við ekki harðfisk í […]

Ummæli (1) - Óflokkað

inn um glugga

28. janúar 2005

á búð sá ég konu með skrýtinn haus og myndarlegan mann í hjólastól. Einhverra hluta vegna var fyrsta hugsun mín þessi:Hvort ætli sé erfiðara að vera kona með skrýtinn haus eða myndarlegur maður í hjólastól? Furðuleg hugsun sem ég skil ekki hvaðan er sprottin. Er þetta sambærilegt? Skiptir útlitið konu jafn miklu máli og hreyfigetan […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það að geta hjólað

27. janúar 2005

í vinnuna eru lífsgæði sm seint verða fullþökkuð. Þétt rigning sem ég fann ekki fyrir, gegnbleytti mig á heimleiðinni. Stórvirkar vinnuvélar þutu fram hjá með tilheyrandi hávaða í iðnaðarhverfi, þangað sem ég tók á mig krók til að nálgast ódýra skó.

Ummæli (0) - Óflokkað

þokan í morgun

25. janúar 2005

var drungaleg. Súld og myrkur gerðu það að verkum að ég hrökk í kút við hverja hreyfingu sem ég sá útundan mér á göngu á leið til vinnu í morgun.Ég er enn sannfærðari í dag en í gær um að vor sé í lofti.

Ummæli (0) - Óflokkað

snjórinn er að hverfa

24. janúar 2005

vorið á næsta leiti, eða hvað? Alla vega borðaði ég vorlega böku á kaffihúsi í dag og átti góð samskipti við konur sem ég er að kynnast og mun vinna með næstu 4 vikur. Vonandi fara dagarnir að lengjast svo þeir dugi mér til að ljúka því sem ljúka þarf.

Ummæli (0) - Óflokkað

í dag eru

23. janúar 2005

þrjú ár síðan þessi fallegi strákur dó. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til hans.Hans vegna veit ég að ég er sterkari en nokkur hefði getað sannfært mig um.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég bara spyr

eða er ekki eins líklegt að maður færist of mikið í fang? Of mikill áhugi getur komið manni í koll. Áhugaleysi getur líka haft slæmar afleiðingar fyrir mann. Það er gullni meðalvegurinn vandrataði sem best er að fara. Verst að þurfa líka að leggja hann sjálfur…

Ummæli (0) - Óflokkað

mér tókst að komast

22. janúar 2005

í gegnum heilan Thai chi tíma án þess að líða út af. En það er erfitt að muna hvort lófinn á að snúa út, upp eða niður. S fór með mér í dag og lýsingar hans á því þegar hann var að reyna að vera meðvitaður um magaöndun vöktu mér hlátur.

Ummæli (0) - Óflokkað