[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2005

að ganga hús úr húsi

28. febrúar 2005

og stinga blaði sem maður hefur unnið sjálfur í hverja lúgu er sérstakt. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að bréfalúgur geti verið svona mismunandi. Sumar opnast inn og aðrar út. Stundum er erfitt að opna þær en aðrar fjúka nánast upp um leið og maður nálgast þær. Þær þungu og stífu eru varhugaverðar því […]

Ummæli (0) - Óflokkað

væri ekki spennandi

27. febrúar 2005

að líkjast manneskju sem fær þessi ummæli frá samstarfsfélögum sínum:
Góð fyrirmynd, röggsöm og fylgin sér
Gáfuð, skipulögð,rökföst og hugmyndarík
Frábær starfsfélagi
Miðlar öðrum óspart af þekkingu sinni
Ótrúlega hjálpsöm og þolinmóð
Bara best
Klár kona sem kemur eins fram við alla
Fagleg fyrirmynd og frábær samstarfsfélagi
Hugmyndarík
Hörkukvendi
Góð
Algjörlega frábær
Vingjarnleg manneskja
Djúpvitur og jákvæð
Yndisleg
Ótrúlega hlý nærvera notar augun til að ná til fólks
Klettur sem geislar af

Ummæli (0) - EK

þarf ég

að eiga athvarf einhversstaðar niður fjöru?
Útsýni, veðurhamur og fallegt grjót. Lágreist, marglitt, hringlaga ævintýrahús með hellulögðu porti í miðjunni.
Ég á athvarf nánast niður í fjöru og það er algjör óþarfi að eiga tvö. Hugmyndin að húsinu finnst mér engu að síður góð. Geymi hana hér til að muna eftir henni.

Ummæli (0) - Óflokkað

við S fórum um níu

í gærkvöldi að kaupa okkur pulsu til að fá einhvern kvöldmat. Strákarnir úti um hvippinn og hvappinn. Skemmtilegt uppbrot inn á milli að borða pulsu í bílnum og drekka kók úr plastglasi.
Fór í góðan göngutúr með systur minni í blíðunni í gær. Við vorum sammála um að það væri ómetanlegt að hafa mikla náttúrurfegurð í […]

Ummæli (1) - Óflokkað

forysta og tilfinningagreind

26. febrúar 2005

eftir Daniel Goleman og fleiri. Ég er langt komin með bókina. Í þessari bók er verið að velta fyrir sér hvernig tilfinningar hafa áhrif á forystuhæfileika manneskjunnar. Tilfinningarnar hafa fram að þessu þóst frekar flækjast fyrir en hitt en í bókinni er verið að leitast við að sýna fram á að tilfinningar spili mun stærri […]

Ummæli (0) - Bækur

rakst á þessa síðu

fannst myndirnar þar svo heillandi. Þær reynast vera eftir þroskahefta og höfða meira til mín en mörg önnur listaverk.

Það er litadýrðin og sakleysið sem ég fell fyrir. Ekki farið eftir mannasetningum um hvað er rétt og rangt í litanotkun, teikningu eða byggingu, bara málað af hjartans lyst.
Sat lengi kvölds í matarboði sem var nærandi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

bjart úti

23. febrúar 2005

á leið í vinnu og á leið heim. Fuglasöngur í lofti og lykt af vori. Vorlegur blómvöndur ýtir enn frekar undir tilfinningu fyrir vori. Ég þarf líklega að hægja á mér til að fara ekki alveg með heilsuna. Spurning hvar á að skera niður. Auðveldast að minnka við sig í skólanum.

Ummæli (0) - Óflokkað

það var jafn mikil þoka

22. febrúar 2005

í hausnum á mér og úti þegar ég kom út frá augnlækninum í morgun. Ég hef 100% sjón þó ég þurfi sterkari lesgleraugu. Það telst eðlileg hjá fólki á mínum aldri. Droparnir hættu ekki að hafa áhrif á sjón mína fyrr en um hádegi.

Ummæli (0) - Óflokkað

notalegt kvöld

21. febrúar 2005


Ummæli (0) - Óflokkað

vorboði

20. febrúar 2005

laukar farnir að stingast upp úr moldinni.

Ummæli (0) - Óflokkað