[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2005

úff

20. febrúar 2005

ég hef ekki farið úr húsi í dag. Verið að vinna með fólki að blaðaútgáfu og verkefni í skólanum. Fyrri hópurinn var ekki farinn þegar skólasystir mín kom til að vinna með mér að fræðikafla verkefnisins okkar. Vinnan gekk vel í báðum tilvikum og afköst voru góð hjá okkur. Ekki er verkefnunum þó lokið einhver […]

Ummæli (0) - Óflokkað

mamma kom

19. febrúar 2005

í stutta heimsókn. Ég bauð henni ekki upp á neitt og hún fór ekki úr kápunni. Hún var hissa á framkvæmdunum í garðinum.Sagði frá líðan ömmu og við ræddum um fleiri ættingja t.d. kom í ljós að langamma mín hefði orðið 120 ára í gær. Ég er búin að sitja yfir verkefni i morgun, hef […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er mikill

18. febrúar 2005

munur á að vera nálægt fólki sem hugsar í lausnum. Það er gefandi og fyllir mann orku að vinna með fólki sem er ábyrgt og lítur á sig sem hluta af lausnum. Sumt fólk leitar ekki lausna heldur bendir á vandamál sem það vill að aðrir leysi, þannig fólk talar oft í barnalegum vælutón og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ný tæki

16. febrúar 2005

vekja gleði þegar þau virka. Hlakka til að gera tölvuna að minni og vona að það taki ekki langan tíma.

Ummæli (0) - Óflokkað

þetta verður

15. febrúar 2005

með annasamari vikum í lífi mínu og helgin verður vinnuhelgi líka. Ég þarf að finna út hvaðan ég sæki orku til að komast í gegnum vikuna.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er svo

14. febrúar 2005

mikill hugleysingi að ég þorði ekki að smakka sushi þegar mér bauðst það í kvöld. Þegar ég ætlaði að setja fyrsta bitann á diskinn gat ég ekki annað en hugsað um að þetta væri hrár fiskur og bauð of mikið við matnum til að þora að smakka. Bæði mamma og pabbi fengu sér ótrauð ábót. […]

Ummæli (0) - Óflokkað

er ég svona?

13. febrúar 2005

Merkilegt að svara nokkrum einföldum spurningum og fá til baka einhverskonar greiningu á sjálfum sér. Hvort það er eittvað að marka það sem þarna stendur er hins vegar annað mál.Bara gaman að skoða þetta og velta fyrir sér…

Ummæli (0) - Óflokkað

fundur í ritnefnd

í hádeginu í dag. Við vitum um hvað á að skrifa og hverjir eiga að skrifa hvað, en ekki hvort við fáum fólk til að skrifa. Tímapressan er mikil og útburður seinna í mánuðinum.S skúraði húsið hátt og lágt og ég þreif það sem var skítugast þannig húsið er í nokkuð góðu lagi eftir þá […]

Ummæli (0) - Óflokkað

tilviljanir

12. febrúar 2005

það er spurning hvað eru tilviljanir og hvað ekki. Það er ýmislegt í gangi hjá mér núna sem geta varla verið tilviljanir en ég er ekki samt búin að koma auga á orsakasamhengi…þetta virkar eins og margir litlir bútar séu að smella saman í stærri mynd á einhvern yfirnáttúrulegan hátt.

Ummæli (0) - Óflokkað

helgi framundan

11. febrúar 2005

lestur og undirbúningur undir verkefnaskil. Það er spurning hvernig helgin mun nýtast til þrifa líka? Höfuðáherslan verður að vera á námið. Við hljótum að geta sætt okkur við skítinn…

Ummæli (0) - Óflokkað