[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2005

í loftlausum sal

10. febrúar 2005

fullum af fólki svipuðu mér hlustaði ég á konu tala af miklum eldmóði og virðingu um starf sitt. Ég segi nú ekki að ég hafi öfundað hana af eldmóðnum en hún minnti mig á kaffibarþjón sem ég heyrði í einu sinni. Konan var langt að komin.

Ummæli (0) - Óflokkað

vissi ég ekki

“the root word for “amateur” comes from the latin “amare”, meaning “to love”. It implies that when we approach the things we are drawn to naturally we do it from a genuine place, a place of love. The place of openess where anything can happen. “When we pursue a thing for love, we are free […]

Ummæli (0) - Tilvitnanir

ég er búin að

8. febrúar 2005

hlæja óvenju mikið í dag. Konur í karlafötum og karlar í konufötum vöktu kátínu hjá mér og fleirum. Svipur á undrandi börnum var óborganlegur. Kláði undan yfirskeggi var óþægilegur.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar þörf er á

að hreinsa skjáinn á tölvunni sinni er hérna afburðaráð

Ummæli (0) - Óflokkað

mörg mál leyst

7. febrúar 2005

í dag en önnur ekki. Gott at geta aðstoðað fólk. Ég gleymdi því að það er bolludagur þar til um kvöldmat bjargaði heiðri mínum með kjötbollum.

Ummæli (0) - Óflokkað

talandi um tíma

6. febrúar 2005

sem stendur kyrr og þörf á kyrrð og friði.

Ummæli (0) - Óflokkað

það koma endalaust

sunnudagar, þessi verður vonandi góður. Eitthvað grámyglulegt við hann í huga mér. Stafar líklega af eigin sleni sem þó er aðeins að brá af mér. Mikilvægt að fara út að ganga ég þarf að koma aðeins við í vinnunni vegna veikinda minna á föstudag.Það er ógnvekjandi hvað tíminn líður hratt og hvað maður er ofurseldur […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

sit með

5. febrúar 2005

vöðvabólgu veik að reyna að skrifa ritgerð. Er þetta dugnaður eða heimska? Ég hallast að heimskunni…

Ummæli (0) - Óflokkað

að reisa höfuð

4. febrúar 2005

frá kodda er gott. Heyrði í útvarpinu að fyrsti farfuglinn sé kominn. Súlan er farin að kasta sér fyrir austan. Enda er svolítið síðan ég fór að finna á mér að vorið væri að koma.
Búin að hlæja að þessu aftur og aftur alein

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég kom

3. febrúar 2005

heim úr vinnunni í dag kveikti ég á fjórum, þykkum, hvítum kertum sem ég hef komið fyrir í grófri hvítri skál á sófaborðinu mínu. Með því róaði ég hugann og gat farið að skipuleggja fund sem verður á öskudag. Það er gott að koma heim í tómt, hljóðlátt hús (alla vega þegar mér tekst að […]

Ummæli (0) - Óflokkað