[ Valmynd ]

Færslur marsmánaðar 2005

fylgdi

31. mars 2005

ömmusystur minni síðasta spölinn í dag. Mér finnst góður siður að syngja saman í jarðarför færir manni tilfinningu fyrir að tilheyra hóp.

Ummæli (0) - Óflokkað

ræddi um snobb

30. mars 2005

við yngsta son minn í dag. Hann vantar skó og langar mest í strigaskó og þá meina ég bókstaflega strigaskó svipaða þeim sem keyptir voru handa mér í Geysi forðum. Ég koma auga á auglýsingu um svipaða skó á rúmar 1000 krónur, þeir sem hann vill kosta um 8000 kall. Hann benti mér á allt […]

Ummæli (0) - Óflokkað

að fara út

29. mars 2005

að ganga seint um kvöld í úða og logni er eins og að ganga um í helgimynd. Myrkrið umlykur mann, mjúk þögn liggur yfir. Glampinn á blautum götunum blikkar mann í hverju skrefi. Flókahattinum er ofaukið og svitinn lekur niður ennið og blandast regndropunum í andlitinu.Hugsa um daginn í dag, daginn á morgun, verkefni og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég stóð í

28. mars 2005

framreiðslu lungann úr deginum. Ég hjálpaði vinkonu minni með glöðu geði og er þakklát fyrir að skrokkurinn þolir langar stöður og mikið plamp. Vildi gjarnan að páskafríið væri lengra en er ánægð með þetta frí sérstaklega vegna þess hvað ég hef verið dugleg að vinna í því. Er ekki mótsögn í því að vera ánægður […]

Ummæli (0) - Óflokkað

góður endir

27. mars 2005


Ummæli (1) - Óflokkað

páskadagur


Ummæli (0) - Óflokkað

föstudagurinn langi

25. mars 2005

og marg oft á göngu minni um bæinn furðaði ég mig á því hversu margir þekktu einhvern sem hefði dáið í dag. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega klukkutíma rölt sem ástæðan rann upp fyrir mér.
Á ferð minni niður í fjöru greip mig nánast ómótstæðileg löngun til að leggjast til sunds og láta sjóinn […]

Ummæli (0) - Óflokkað

skírdagur

24. mars 2005

og mér hefur fundist vera laugardagur í allan dag. Ætlaði að hlusta á vikulegan útvarpsþátt og beið eftir að sunnudagsmogginn dytti inn um lúguna. S hefur verið úti að smíða í allan dag og A hjálpaði aðeins til.Laukarnir sem ég setti niður eru farnir að stingast upp. Kerið sem þeir eru í er hálffalið undir […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fór loksins

23. mars 2005

út að skokka eftir langt hlé í kvöld. Ég get ekki sagt að ég hafi farið hratt eða borið mig glæsilega. En þetta var samt frábært og ég ætla að halda áfram til að ná upp betra þoli.
Ég hef setið með sveittan skallann við skriftir í allan dag og er komin nokkuð áleiðis með síðasta […]

Ummæli (0) - Óflokkað

vorið er

22. mars 2005

komið í bæinn. Fuglasöngur fyllir loftið, golan er hlý og fólk hjólar um göturnar. Ég lét sem ég væri í útlöndum skoðaði föt og skó í búðum og fór á kaffihús. Heimsótti svo systur mína og dáðist að breytingum sem hún hefur gert hjá sér.Til að fullkomna daginn ætla ég að hita mér te og […]

Ummæli (0) - Óflokkað