[ Valmynd ]

Færslur aprílmánaðar 2005

ég stúdera fólk

30. apríl 2005

of mikið. Leita oft að því sem er á bak við orðin sem sögð eru. Finn að mjög oft eru aðrar ástæður fyrir skoðunum fólks en þær sem það gefur uppi. Ég skynja þetta ekki bara þegar stjórnmálamenn eru að tala heldur líka venjulegt fólk í sínum hversdegi. Þegar maður gefur sér tíma til að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

við hjónin

26. apríl 2005

förum ekki í kvöldgöngu í kvöld S fer í próf. Við hefðum tekið okkur vel út ef af göngunni hefði orðið. Ég bakaði marengs sem ég ætla að selja samstarfsfólki mínu sneiðar af á morgun svo við komumst til útlanda í haust. Ég ætla að skokka aðeins í kvöld eins og í gær, hnéð þoldi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

langur vinnudagur

25. apríl 2005

sem endaði í stuttri 4 ára afmælisveislu M. Mikið um fundi í vinnunni og umræður um mörg mál. Auðvelt að misskilja það sem sagt er og rangtúlka. Það er mikilvægt að vanda orð sín og framsetningu á þeim. Fólk er viðkvæmt og bregst við útfrá eigin tilfinningum. Sumir óttast breytingar meira en aðrir og berjast […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ef ég gæti

24. apríl 2005

hlaupið upp, rennt mér niður og svifið á milli bambustrjáa væri gaman að sýna öðrum það sem maður kann. Þar sem það eru engir bambusskógar á Íslandi þá hentar þetta áhugamál mér ekki. Ég gríp strax til þess ráðs að benda á aðstæður utan við mig sem stoppa mig af. En get ég ekki haft […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

í ærandi

23. apríl 2005

fuglasöng og fínlegum úða er við hæfi að vera í rósóttum kjól og spóka sig í bænum, skoða söfn og setjast inn á kaffihús.Fyrst um sinn ætla ég þó að hlusta á fuglana inn um gluggann. Því ég fer ekki út fyrr en klósettið er skínandi hreint. Það er nefnilega mikilvægt að hafa forgangsröðina á […]

Ummæli (0) - Óflokkað

snobb er ekki skemmtilegt

21. apríl 2005

og ég græddi heilmikið í dag með því að brjóta odd á oflæti mínu og kaupa eftirlíkingu af stólum sem mig hefur lengi langað í. Ég fékk 6 stóla fyrir verðið á 1/2 ekta…Það hefði tekið mig alla ævina að safna mér fyrir hinum og ég hefði varla notið þeirra mikið í gröfinni. Mér finnst […]

Ummæli (0) - Óflokkað

hunangsflugan er komin

20. apríl 2005

í stofugluggann hjá. Hún hefur komið á hverju ári undanfarið og er stundum fyrir utan gluggann og rambar stundum óvart inn. Hávaðinn í henni minnir á gamalt mótorhjól.

Ummæli (0) - Óflokkað

yndislegt

19. apríl 2005

þegar börnin manns taka sig til að leggja sig fram um að aðstoða mann. Unglingur sem tekur til og fylgir þvi svo eftir af harðfylgi að heimilisfólki gangi vel um er yndislegur.

Ummæli (0) - Óflokkað

lúxus að taka mánudaginn

18. apríl 2005

rólega. Borða morgunmat í rólegheitunum og lesa blöðin, eða öllu heldur fletta yfir fasteignaauglýsingar og leita að einhverju bitastæðu til að lesa. Ég ætlaði að fara á myndina House of the flying daggars í dag en þá er búið að fresta sýningu á henni fram til 22:15 sem er of seint fyrir mig…

Ummæli (0) - Óflokkað

börn að blása sápukúlur

17. apríl 2005

minnir jafn mikið á sumarið og fíflar í rennisteini.Rabbabari og graslaukur er farinn að koma upp úr moldinni og brumið á trjánum er byrjað að springa út. Mér finnst birtan þó besti sumarboðinn. Í kvöld getum við grillað kjöt á ryðguðu grilli sem er umkringt spýtnabraki og klóakrörum.

Ummæli (0) - Óflokkað