[ Valmynd ]

Færslur aprílmánaðar 2005

það er skrýtið

16. apríl 2005

hvað mér finnst oft gaman að fara í bíó þegar það er uppselt. Líka þegar ég fæ ekki miða. Gleðst yfir því að verið er að sýna myndir sem er þess virði að fara á. Jafnvel þó svo margir sækist eftir að sjá þær að ekki er einu sinni pláss fyrir mig í salnum.Ég tók […]

Ummæli (0) - Óflokkað

keypti peninga

11. apríl 2005

í dag. Peninga sem ég man eftir frá í gamla daga. Langar að föndra úr þeim ef ég tími að klippa þá niður. Þegar ég horfi á þá verð ég 7 ára á ný.

Ummæli (0) - Óflokkað

dagur í aðgerðaleysi

10. apríl 2005

en samt liggur töluvert eftir mig og ég er bara nokkuð ánægð daginn. Hefði samt viljað fara út og hreyfa mig eitthvað.

Ummæli (0) - Óflokkað

það hreyfa við

9. apríl 2005

mér auglýsingarnar um fátækt. Ég þekki dálítið af fólki sem á yfrið nóg en finnst samt alltaf einhvern vegin að lífið yrði enn fullkomnara ef það notaði alltaf ferska myntu eða ætti Arne Jacobssen hönnun. Mér finnst snilld að setja þetta í samhengi við fólk sem á ekkert. Það gerir okkur hin sem búum við […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég heyrði í

3. apríl 2005

og sá hettumáv í kuldanum dag. Nú held ég að ég eigi bara eftir niðurstöðukaflann í síðasta verkefni vetrarins. Það er léttir að sjá fram úr þessu.

Ummæli (0) - Óflokkað

rómantísk

hugmynd að morgunverði. Veruleikinn er AB mjólk sem er borðuð með all bran niðursokkin í Fréttablaðið.Sólin er raunveruleiki og öldugjálfrið heyrist ef slökk er á útvarpinu og gluggi opnaður.

Ummæli (0) - Óflokkað

hundslappadrífa

2. apríl 2005

truflaði S við iðju sína í dag. Ég stóðst ekki mátið að mynda snjókomuna Snjórinn var fljótur að hverfa þegar leið á daginn.

Ummæli (0) - Óflokkað