[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2005

veröldin

4. maí 2005

grænkar smátt og smátt og stutt er í sólskinið.

Ummæli (0) - Óflokkað

kuldinn smýgur

2. maí 2005

inn um gluggann og kælir bakið á mér. Vindurinn hefur blásið í allan dag og fólk sem gengur fyrir gluggann er með húfur trefla og vettlinga. Dumbungurinn í veðrinu er líkur þeim sem hefur hrjáð mig í dag. Reyndar er sá munur á að það hefur rofað til hjá mér þegar leið á daginn.

Ummæli (0) - Óflokkað

fórum á veitingastaðinn

1. maí 2005

Hafið bláa útsýnið er stórkostlegt frá veitingasalnum. Fjaran, melgresið og sjórinn vekur upp löngun til að fara í pikknikk með nesti í körfu og köflóttan dúk. A kom með okkur og las upphátt í bílnum smásögur vegna íslenskuprófs á morgun. Hann benti okkur á að inni á kaffihúsinu vorum við eins og gestir í afmæli […]

Ummæli (0) - Óflokkað

sá Woody Allen

í gær, þ.e. mynd eftir hann. Það er tvennt sem hrífur mig mest í myndum Allen yfirleitt. Stemmningin í umhverfinu er nóg fyrir mig í sumum myndunum. Stólarnir, eldhúsborðin og leirtauið er veisla fyrir augað að mínu mati. Einhverra hluta vegna höfða líka til mín uppskrúfaðar vangaveltur persónanna um lífið og tilveruna. Umhverfið í Melind&Melinda […]

Ummæli (0) - Óflokkað