[ Valmynd ]

Færslur júnímánaðar 2005

úff ég hef unnið sleitulaust

30. júní 2005

í tölvunnu síðan 10:30 í morgun. Mér er svo heitt á lærunum að ég efa að ég geti staðið upp. Ég verð að koma mér út til að fá frískt loft og hætta þessari vitleysu.

Ummæli (0) - Óflokkað

lemon curd

29. júní 2005

á þykkri brauðsneið er himneskt.

Ummæli (0) - Óflokkað

esjan var eins og smásandhrúga

í samanburði við skemmtiferðaskip sem liggur í höfninni. Ég hef ekki séð svona stórt skip áður eða alla vega ekki tekið eftir því.Mér tókst að hafa upp á góða teinu með hjálp afgreiðslukonu í búð. Þetta reyndist vera japanskt grænt te bragðbætt með mangó. Mér tókst líka að fá á hreint hvenær fyrirhuguð afmælisveisla fyrir […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ýmislegt sem ég ætlaði

28. júní 2005

að gera í dag en gerði ekki. Tími minn fór allur í vinnu við skýrslu og eitthvað smálegt dútl sem ég veit ekki einu sinni hvert var. Ég datt í gær inn í þennan þátt á DR . Myndir af yndislegu dönsku sumri leiddu til þess að ég fór út í garð og tíndi blóm […]

Ummæli (0) - Óflokkað

smakkaði æðislegt te

27. júní 2005

sem ég er strax búin að gleyma hvað heitir. Það var grænt te með mangói í. Kannski fæ ég það aldrei aftur fyrst ég er svona gleymin.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er búin að hengja

listilega smíðuð geitungabú upp á vegg inni í stofu. S fann ársgamalt bú undir þakskegginu og annað lítið yfirgefið í hjólaskúrnum. Það er kraftaverki líkast að flugur geti byggt sér svona flókin forðabúr, í einhverjum hólfunum eru leifar af hunangi. Þær hafa notað sag úr húsinu til að líma utan um búið en platan bak […]

Ummæli (0) - Óflokkað

keypti svefnpoka í gær

26. júní 2005

sem samkvæmt merkingu á að þola -15° . Ekki það að ég sé að fara að gista úti í þetta miklu frosti en það er víst ekkert að marka það sem stendur á miðanum á pokanum. Pokar sem eru merktir svona eru fínir fyrir íslenskra sumarnætur. Mig vantar líka tjald sem heldur vatni. Við vitum […]

Ummæli (0) - Óflokkað

You scored as Existentialist.

25. júní 2005

Existentialism emphasizes human capability. There is no greater power interfering with life and thus it is up to us to make things happen. Sometimes considered a negative and depressing world view, your optimism towards human accomplishment is immense. Mankind is condemned to be free and must accept the responsibility.
Existentialist 88%
Cultural Creative 75%
Postmodernist 56%
Materialist 50%
Idealist 44%
Fundamentalist […]

Ummæli (0) - Óflokkað

kláraði drög að einni

23. júní 2005

skýrslu í dag og fór svo í stafgöngutíma. Námskeiðinu fer að ljúka og ég er ekki búin að ná almennilegum tökum á þessu. Líklega er ég of skrefstutt til að þetta göngulag henti mér. Ég finn samt að það gerir mér gott að ganga geist í klukkutíma.

Ummæli (0) - Óflokkað

hef legið

22. júní 2005

úti á rósóttu teppi og lesið, teiknað og skrifað ásamt því að hlusta á þytinn í trjánum, horfa á himininn og fylgjast með fiðrildum. Fór inn þegar nágranninn fór að slá. Fram af því gat ég ímyndað mér að ég væri fjarri mannabyggðum, ein í heiminum…

Ummæli (0) - Óflokkað