[ Valmynd ]

Færslur júnímánaðar 2005

ég tími ekki að sofa

22. júní 2005

á björtum nóttum.

Ummæli (0) - Óflokkað

það skeit á

21. júní 2005

mig kría í gær. Ég þurfti að sveifla þarastöngli yfir höfði mér til að fá ekki gogg í hausinn. Árásirnar byrjuðu alltaf eins, ein kría gargaði hátt og upp flaug hópur sem lagði til atlögu. Það greip mig ekki skelfing enda er ég vön að ganga um kríuvarp. Ég safnaði kríueggjum sem krakki og borðaði […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fyrst hann getur þetta

20. júní 2005

þá get ég það. 95 ára hlaupari að setja heimsmet

Ummæli (0) - Óflokkað

var á Þingvöllum

19. júní 2005

í rigningu en logni. Hlustaði á góðar ræður og hljómfagra tónlist, horfði á fallegan dans og borðaði rjómatertu með kokkteilávöxtum sem samband sunnlenskra kvenna seldi í litlu hvítu sölutjaldi með glugga. Ég bjóst við fleirum á slíkum merkisviðburði af því ég tel fátt ef nokkuð skipta meira máli fyrir lýðræðið en að allir hafi kosningarétt.18 […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er búin að pakka

15. júní 2005

öllu mínu persónulega dóti af skrifstofunni minni niður í kassa og komin með það heim. Eftir 18 ár á sama vinnustað er skrýtið að ganga frá verkum sínum og vita að brotthvarf manns breytir litlu af því það kemur alltaf maður í manns stað.Það er gott að ljúka einum kafla alveg áður en nýr hefst, […]

Ummæli (0) - Óflokkað

nú styttist í langt frí

8. júní 2005

ég held jafnvel að ég fari í frí í lok næstu viku. Það frí mun að öllum líkindum vara í rúmt ár.

Ummæli (0) - Óflokkað

bærinn breytir um svip

5. júní 2005

í sólinni. Fólk á ferli út um allt, markaðir og sölubásar á öðruhverju götuhorni og örtröð á útikaffihúsum. Það virkar allt léttara á þannig dögum. Mér finnst eins og þeim hafi fjölgað. Það er oftar logn en áður.

Ummæli (0) - Óflokkað