22. júlí 2005
vera háð diet kóki og er að venja mig af því. Höfuðverkurinn er ólýsanlegur og ég endaði með að taka höfuðverkjatöflur og sofna. Ég vona að fráhvarfseinkennin vari ekki lengur en þrjá til fimm daga. Ég þamba vatn eins og mér sé borgað fyrir það en það dugar ekki til að losa sig undan fráhvarfseinkennunum. […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
20. júlí 2005
sem mér finnst einhverra hluta vegna langt siðan að var síðast. Góður dagur til garðvinnu. Ég þarf að vökva sumarblómin og reita arfa. Það þarf að slá garðinn en það er ekki mín deild. Ég hef reynt að stinga upp á því við B en hann fæst ekki til þess. Við bíðum eftir heimkomu S. […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
19. júlí 2005
dagur hlýtur að teljast góður dagur. Alla vega er auðvelt að skrásetja hann. Ég hjólaði niður í bæ en fannst bærinn bæði hávær, skítugur og þröngur svo ég dreif mig aftur heim eftir að hafa farið í eina bókabúð. Naut sólarinnar í hálfbyggðu herbergi en það var of kalt að sitja úti.
Ummæli (0)
- Óflokkað
að heyra fulltrúa frá vinstri GRÆNUM í R- listanum setja fram þau rök með breytingum á strætisvagnakerfinu að þær geri fjölskyldum kleift að sleppa ÞRIÐJA bílnum. Í dag er sem sagt talið eðlilegt að fjölskyldur eigi þrjá bíla.Ég man hvað mér fannst það fáránlegt þegar Pétur Blöndal var að gefa sparnaðarráð í útvarpinu á seinni […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
18. júlí 2005
að reyna að sleppa billega og hoppar yfir mörg prógrömm og er því afspyrnu fljót að þvo. Reyndar þvær hún ekki neitt.Spurning hvort ég á að kalla á viðerðamann? Ekki læt ég hana komast upp með að fara auðveldu leiðina, það fer aldrei vel. Það er mikilvægt að standa sína pligt af fullri ábyrgð og […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
16. júlí 2005
á þrifum á heimilinu. Þó B hafi gengið vel um í einverunni þá hefur ryk sest hér og þar og frágangur á ferðalagadóti tekur tíma.Ætli ég fari nokkuð út í dag nema í brúðkaup. Það er gott að veðrið er ekkert sérstakt.
Ummæli (0)
- Óflokkað
15. júlí 2005
og blómabreiðu út um eldhúsgluggann og vaska upp úr vatni sem hitað hefur verið á olíufýringu er ólýsanlega gefandi. Að koma á stað þar sem langa,langa,langa amma mín var dæmd til dauða vegna þess að hún átti barn með stjúpföður sínum var sterkt. Ég á dönskum kóngi, sem náðaði hana síðar, tilveru mína að hluta […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
7. júlí 2005
er fyrirferðamikill. Ég er að reyna að skipuleggja hvernig ég á að halda á ölli því sem fylgir mér á vikuferðalagi. Bíslagið er orðið fullt af hálfopnum töskum svo það endar líklega með því að ég verð að fara út kjallaramegin til að koma töskunum út í bíl.
Ummæli (0)
- Óflokkað
6. júlí 2005
sér til áhyggjuefni. Þessa dagana þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu en er þá að rembast við að koma mér upp áhyggjum af einhverju sem hugsanlega getur orðið eftir ár! Ég las einhvers staðar haft eftir Einstein: “Ég hef haft áhyggjur af mörgu og sumt af því hefur ræst” og þannig er það […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
4. júlí 2005
séð eins fallega birtu og á kvöldgöngu minni í gærkvöldi. Það var mjög þungbúið en samt glampandi sól. Skýin voru ýmist bleik, fjólublá eða dökkgrá. Það glitti í heiðbláan himinn sumstaðar á milli. Vindurinn bætti um betur og gerði ferðina enn ævintýralegri. Fáir voru á ferli enda að nálgast miðnætti og engar pulsur að fá […]
Ummæli (0)
- Óflokkað