[ Valmynd ]

Færslur ágústmánaðar 2005

yndislegur tími

21. ágúst 2005

í Finnlandi. Falleg borg með vingjarnlegu fólki.

Ummæli (0) - Óflokkað

Helsinki

12. ágúst 2005

á morgun og næstu viku. Það segja allir sem ég hef hitt og hafa farið til Helsinki að þetta sé sérlega falleg borg og allt í henni sé fallegt. Ég hlakka til að skoða hana og skólana þeirra. Marimekko, ittala, arabia, Alto … Hótelið er í miðbænum en reyndar verðum við fyrstu tvær næturnar í […]

Ummæli (1) - Óflokkað

sá svo fallegan sófa

11. ágúst 2005

úti á gangstétt í dag. Get ekki hætt að hugsa um hann og ef ég hefði pláss þá myndi ég kaupa hann. Hann var snjáður en sjarmerandi.

Ummæli (0) - Óflokkað

borðuðum bleikt

10. ágúst 2005

blómkál í kvöld sem ég keypti í grænmetissjálfsala í gær. Bragðið var nánast það sama en liturinn frekar gerfilegur.

Ummæli (0) - Óflokkað

fjórar kynslóðir

við kvöldverðaborð í Skálholti í drungalegri birtu gefur sterka tilfinningu fyir að tilheyra. Hjá ömmu er hver mínúta sem ný, mamma hlær hátt og hvellt og rifjar upp sögur með systur sinni, ég, sonur minn og tengdadóttir fylgjumst með og skjótum inn orði á stöku stað. Þetta er fólkið mitt og ég man eftir svipuðum […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er ánægð með að

8. ágúst 2005

miðbarnið mitt skildi hringja frá Portúgal og láta vita af sér, mér finnst það sýna umhyggju. Ég heimsæki þann elsta í sumarbústað á morgun og sá yngsti hringdi tvisvar í dag til að biðja mig að hringja í bankareikninginn sinn og tékka á stöðunni.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég var alveg standandi

6. ágúst 2005

bit þegar ég heyrði í útvarpinu að einhverjar manneskjur væru með 20 000 000 í laun. Ég sló því föstu að þetta væru laun á ári og hneykslaðist óskaplega innra með mér á þessu gífurlega launmisrétti sem ríkir í landinu. Í dag uppgötvaði ég svo að þetta voru laun á mánuði! Ég hafði ekki hugmyndaflug […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég fyllti stóra

5. ágúst 2005

tunnu af arfa í dag og sópaði stéttina í garðinum hjá mér. Mér finnst ótrúlega lítið skemmtilegt að sinna ruslaralegum, illaslegnum garði. Reyni þó eitthvað að klóra í bakkann, í hálfgerðu óstuði þó. Þá má kannski spyrja afhverju ég slái ekki garðinn og reyni að minnka í honum ruslið?

Ummæli (0) - Óflokkað

ég vann afrek

3. ágúst 2005

um helgina en finnst auðvitað ekki nógu mikið til koma. Ég hugsa of mikið um alla þá sem vinna enn meiri afrek og í samanburði við þá bliknar mitt afrek. Ég vildi að ég gæti látið nægja að líta í eigin barm og gleðjast yfir persónulegum sigrum án alls samanburðar sem er mér í óhag. […]

Ummæli (0) - Óflokkað