[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2005

mér varð hugsað til

31. október 2005

sjálfrar mín, níu ára með borðhníf í vasanum tilbúin að drepa tannlækninn ef hann meiddi mig of mikið, þegar ég las þessa frétt. Ég greip reyndar ekki til hnífsins en grenjað svo mikið að ég var send heim án þess að tannlæknirinn gerði neitt. Óhemjuskapurinn hefur reyndar elst af mér en hver veit hvað verður […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það brakar óvenjulega

mikið í húsinu hjá mér miðað við þó ekki meiri vind. Líkast því að einhver sé að ganga um á háloftinu…Gekk heim úr messu í gærmorgun í köldu sólskini eftir að hafa hlusta á afa halda góða ræðu og kór syngja fallega tónlist. Gaman að hitta frænku sína í kirkju, við kjöftuðum svo mikið saman […]

Ummæli (0) - Óflokkað

bakaði einfalt brauð í gær

29. október 2005

ekkert ger en mikið kúmen. Þetta er mjög bragðgott brauð sem er gott með góðum osti. Einn stærsti kosturinn við það er þó að það geymist vel og versnar ekki þó það verði nokkurra daga. Uppistaðan er spelt, haframjöl og margvíslegt korn auk kúmensins sem gefur gott bragð. Uppskriftina fékk ég í Gestgjafanum fyrir rúmu […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fór á frumsýningu

á leikritinu Frelsi í gærkvöldi. Vinkona mín samdi leikritið svo ég er kannski ekki alveg hlutlaus en mér fannst henni takast mjög vel upp og efni leikritsins vakti mig til umhugsunar. Mér finnst helsta ádeilan í verkinu vera á foreldra, sljóleika þeirra og afskiptaleysi. Erum við öll svona? Viljum við sem minnst vita og krossum […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég tek ekk þátt

27. október 2005

í þessu Skemmti mér samt við að teikna norn með mínu lagi. Hún er mikið fyrir skræpótt föt og hefur ekki náð kústinum á loft lengi. Notar hann bara til að sópa kofann sinn og reka út mýs. Ég hef ekki trú á að neinn hræðist hana, hún virkar meira svona eins og skemmtikraftur. Hennar […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

ég fer varla

útúr húsi öðruvísi en menn komi til mín og betli af mér pening. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að betl hafi aukist á Íslandi.

Ummæli (0) - Óflokkað

miskunnarlaus

26. október 2005

sólin afhjúpar rykið á eldhúsbekknum hjá mér. Ég er hætt að vinna verkefni og farin þrífa.Fór í fyrsta skipti með útvarp í eyrynum að skokka. Það var mögnuð upplifun, ætlaði ekki að tíma að slökkva þegar ég kom inn.Það ver einhvern vegin eins og ég væri inni í útvarpinu eða útvarpið inni í mér. Vissi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

mig hefur lengi

25. október 2005

dreymt um að eiga hænur. Sá draumu rrættist eitt sumar þegar ég fékk tvær hænur lánaðar í tvo mánuði. Síðan þá hef ég velt fyrir mér að sækja um leyfi fyrir hænur og koma upp almennilegri aðstöðu því þetta var svo gott fyrir geðheilsuna. Það er fátt fyndnara en hænur að sinna sínu bardúsi. Ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ömmusystir

22. október 2005

mín hafði orð á því í dag að ég líktist hennar fjölskyldu, bætti pabbi um betur og sagði að ég væri meðaltal af gildvöxnum langafasystrum mínum.

Ummæli (0) - Óflokkað

eitt augnablik

21. október 2005

í dag fannst mér ég vera stödd í Höfninni í Flatey. Hljóðið reyndist vera ískur í bremsum á bíl nágranna míns.

Ummæli (0) - Óflokkað