[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2005

það er stórkostlegt

20. október 2005

að skokka í fallegu haustveðri laus við tannpínu. Litirnir og birtan eru eins og vítamínsprauta. Kuldinn bítandi en samt við hæfi. Ég másandi og blásandi með vindinn í bakið, get ekki setið á mér að taka sprett (í huganum það er að segja) þegar þröstur flögrar fyrir framan mig.Þó allir hlutir fari ekki eins og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

helv… tönnin

19. október 2005

er farin. Eina sem plagar mig núna eru marblettir eða eitthvað í þeim dúr eftir deyfingarsprauturnar. Ég hætti fljótlega að telja hvað þær voru margar.Hlakka til að vakna á morgun verkjalaus…

Ummæli (0) - Óflokkað

það fylgir því

18. október 2005

alltaf sérstök tilfinning að vera blikkaður. Það er erfitt að útskýra hana en hún er mjög sérstök. Í morgun þegar ég hjólaði eftir Bergstaðastrætinu á leið til tannlæknis greip þessi tilfinning mig þegar svört glæsikerra við stöðumæli blikkaði mig með öðru afturljósinu.

Ummæli (0) - Óflokkað

mikið getur tannpína

16. október 2005

tekið mikið pláss í lífi manns. Ég strögglast gegn því að taka verkjalyf nema helst á nóttunni. Þessi þrjóska þýðir að nú hafa 4 dagar nánast farið í það eitt að reyna að gleyma tannpínu. Ég á tíma hjá tannlækni snemma í vikunni og fannst ekki taka því að flýta þeim tíma. Hef því þraukað […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ellin hremmir okkur öll

14. október 2005

það verður ekki umflúið. Ég get þakkað fyrir að það eru bara lesgleraugu sem eru vísbending um hana hjá mér. Þetta finnst mér alveg taka kúlið af umræddri rokkhljómsveit. Þeir breytast í mínum huga í gamla hjólbeinótta kalla sem draga á eftir sér lappirnar í flókainniskóm og japla á fölskutönnunum.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er hægt

13. október 2005

að gefa Latabæ sitt atkvæði hér í samkeppni um besta barnasjónsvarpsefnið. Ég kaus hann af þjóðrembu einni saman, hef ekki séð neinn þátt og ekki heldur neinn af hinum sem hægt vara ð velja um…

Ummæli (0) - Óflokkað

fyrir þá sem hafa gaman

12. október 2005

af að kíkja í dagbækur annarra og sjá hvernig þeir myndskreyta þær þá er þessi síða æði. Það að allar upplýsingar á síðunni eru á japönsku gerir hana bara enn sjónrænni.

Ummæli (3) - Óflokkað

gott að minna sig á

11. október 2005

Rather than always focusing on what is left to do, we need to give ourselves a hand for what we’ve already done.

Julia Cameron

Ummæli (0) - Tilvitnanir

ætli þetta sé ekki

það sem mér er efst í huga í dag. Oftast er síminn í lagi og beðið til einskis svo kannski bara eins gott að drífa sig út. Ekki vil ég verða eins og konan sem fór ekki út úr húsi í sex vikur af því hún var að bíða eftir múrara sem alltaf ætlaði að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég hef ótrúlega

10. október 2005

gaman af að aðstoða fólk. Mér finnst það bara svo gefandi og vil svo gjarnan að fólk fái tækifæri til að læra það sem ég kann. Ég fékk tækifæri til að næra þessa gefandi iðju í dag auk þess að skila einu verkefni sem var á skilafresti í dag.

Ummæli (0) - Óflokkað