[ Valmynd ]

Færslur nóvembermánaðar 2005

við unglingurinn minn

30. nóvember 2005

fórum í langan leiðangur til að kaupa á hann peysu. Við byrjuðum á 40 mínútna strætóferð þar sem hann sat hokinn með hettuna fyrir andlitinu í sætinu fyrir framan mig og reyndi að sofa.Gamlar konur sem gengu hjá horfðu á hann með samblandi af vorkunn, hræðslu og forvitni í svipnum. Það var soldið maus að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er búin að fatta

28. nóvember 2005

hvað það er sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér við umfjöllun fjölmiðla um jólin. En það er barlómurinn um hvað kröfurnar um að standa sig í að skreyta, baka,kaupa og föndra eru miklar. Þessi eilífa umræða um kröfurnar er að verða jafn sjálfsagður hlutur og það að kveikja á jólatrénu á Austurvelli […]

Ummæli (3) - Hitt og þetta

aðventukrans ársins

27. nóvember 2005

vakti hlátur hjá þeim yngsta sem finnst ég hætt að leggja neina alúð í þetta. Hann virðist ekki vita að þetta er svipað og verið hefur síðustu tvö jól. Fjögur hvít kerti á háum járndiski með eplum eða mandarínum í kring. Finnst þetta fallegt og jú ekki verra að hafa þetta hampalaust.Búin að senda frá […]

Ummæli (0) - Óflokkað

farið út áður en

26. nóvember 2005

myrkrið skellur á. Horfið til fjalla og njótið birtunnar. Dragi andann og finnið ilminn af sjónum…Látið ekki daginn líða án þessa.

Ummæli (0) - Óflokkað

búin að sitja við að taka

25. nóvember 2005

próf í nokkra klukkutíma. Ætla að hætta núna þar til á morgun og reyna að hugsa ekkert um þessar spurningar fyrr en ég vakna í fyrramálið. Spurningarnar eru ansi víðar og það getur vel verið að ég sé algjörlega út í móa í svörunum en það er gaman að velta þeim fyrir sér. Ég fæ […]

Ummæli (0) - Óflokkað

í gærkvöldi sat

24. nóvember 2005

ég með hópi fóks og ræddi um virðingu. Við veltum fyrir okkur hvort virðing og traust hangi saman og hvort kemur á undan. Er traust tilfinning en ávinnur maður sér virðingu? Er eftirsóknarvert að bera virðingu fyrir öllum? Getur maður borið virðingu fyrir öllum? Er hægt að bera virðingu fyrir manneskju þó maður fyrirlíti skoðanir […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég ætlaði svo

23. nóvember 2005

að fara að henda niðurskornu kartöflunum og dagblaðinu sem ég stimplaði á þá sá ég þennan fallega hring sem er það fyrsta sem ég stimplaði. Mér fannst hann svo fallegur á þessum bakgrunni úr Blaðinu að ég tímdi ekki að henda honum alveg strax.

Ummæli (0) - Óflokkað

það kemst orðið enginn

annar að á borðstofuborðinu en ég. Ég hef lagt það undir mig til ritgerðarskrifa og föndurs. Það á best við mig að dreifa úr mér svo sófaborðið er nánast undirlagt líka. Var að leika mér að stimpla með kartöflum í morgun til að hvíla hugann frá ritgerðarskrifunum. Lítil hæfni í útskurði og blöndun lita kom […]

Ummæli (0) - Óflokkað

mig er farið

22. nóvember 2005

að langa til að prjóna.Eða kannski ég ætti bara að halda áfram með jóladúkinn minn. Er búin að sauma rúmlega tvær myndir af sex. Dúkurinn hefur verið á “hóld” lengi vegna anna en nú ætti að vera tími til að halda áfram. Myndskreyti í “Betlehem er barn oss fætt” er að stæla dúk ömmu minnar […]

Ummæli (0) - Óflokkað

merkileg tilviljun

frétt á mbl.is um að millinafnið Valberg fái ekki samþykki mannanafnanefndar sem millinafn. Sama dag er kynnt ný stjórn Árvakurs hf. og hvaða millinafn hefur einn stjórnarmanna? Nú Valberg ! Hann heitir sem sagt ósamþykktu nafni! Sem virðist ekki breyta miklu fyrir hann. Til hvers þarf að fá samþykki fyrir nöfnum?

Ummæli (0) - Óflokkað