[ Valmynd ]

Færslur nóvembermánaðar 2005

Samkvæmt einni netkönnun

21. nóvember 2005

er þetta lýsing sem á að eiga við mig: ” Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera. Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

keypti mynd

19. nóvember 2005

horfði á konu setja rauðan depil við myndina mína og nú á ég hana þó hún hangi enn á sýningunni. Enginn annar getur keypt hana. Mig langaði í margar myndir en varð að velja eina. Valið tók dálítinn tíma en það hjálpaði mér að ég var búin að setja fram vissar óskir í huganum áður […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég ætla sko

að fara að skoða þessa sýningu. Mig hefur í mörg ár langað í mynd eftir hann, á enga en rammaði inn eitt póstkort með rostungum sem ég nýt dagleg. Ef þetta er sölusýning vona ég að ég geti keypt eina mynd.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég skilaði af

17. nóvember 2005

mér einni ritgerð í dag. Þá er bara ein eftir og eitt próf. Ég er komin vel á veg með ritgerð tvö svo ég held að pottþétt sé að ég klára það sem ég ætlaði mér á þessari önn. Til hvers? Það veit ég ekki…

Ummæli (0) - Óflokkað

ég var rekin

15. nóvember 2005

út af bókasafni í gær. Ég hélt að væri opið miklu lengur og var búin að hreiðra um mig í sófa með slúðurblaðabunka. Endaði með því að ég keypti blaðið til að geta klárað greinina sem ég var byrjuð að lesa.

Ummæli (0) - Óflokkað

fór að sjá

13. nóvember 2005

mörgæsamyndina mögnuðu. Ég er sammála þeim sem telja tónlistina ekki bæta hana né talið inn á. Er þó þakklát fyrir að fá að sjá frönsku útgáfuna. Merkilegt lífshlaup sem er drifið áfram eðlishvötinni einni saman. Djö… var mér kalt þegar pabbarnir hjúfruðu sig saman með eggin milli lappanna í vetrarhríðinni.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er búin að vinna

11. nóvember 2005

við það sama alla mína starfsævi. Mér hefur liðið vel í vinnunni, hún hefur ögrað mér og ég hef tekist á við nýja hluti með reglulegu millibili. Vinnan hefur gert þá kröfu til mín að hafa mikil samskipti við fólk, jafnvel stundum erfið samskipti. Þau samskipti hafa þroskað mig meira en margt annað og gert […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

ég fór að heiman

10. nóvember 2005

í hellirigningu. Á heimleiðinni skein sólin og frost glitraði á gangstéttinni. Það hellirigndi þegar við borðuðum kvöldmat.

Ummæli (0) - Óflokkað

yngsti sonur minn

9. nóvember 2005

fer í bílpróf á morgun. Hann er öruggur bílstjóri og ég treysti því að hann fari varlega í umferðinni þegar hann fær skírteinið sitt.

Ummæli (0) - Óflokkað

andstæða hvatvísi

8. nóvember 2005

“Who has the courage to be one of the drops of water that will eventually wear away the rock?” -unknown-

Ummæli (0) - Tilvitnanir