[ Valmynd ]

Færslur desembermánaðar 2005

mikið er ég

16. desember 2005

sammála Beggu vinkonu minni í viðhorfsgrein hennar í Mogganum í dag. Stjórnmálamenn sem eru fyrst og fremst að gæta eigin hagsmuna hafa holan hljóm sem virkar sjaldnast sannfærandi. Einhverra hluta vegna virka alltaf fleiri og fleiri þannig á mann. Ekki bætir úr skák þegar ráðherrar, hver á eftir öðrum véfengja rannsóknir og dómstóla og segjast […]

Ummæli (0) - Óflokkað

hamingja hríslaðist um

14. desember 2005

mig oft í dag. Hjólaði á vinnustað minn í vorveðri. Flaug upp brekku þegar ég þurfti að taka á mig krók til að komast í hraðbanka. Frænka mín fagnaði mér og börn báðu um aðstoð. Lagði mitt af mörkum, hitti gott fólk, hlustaði á fallega tónlist og fékk góðar veitingar. Brosandi andlit og kliður í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er enn rökkur

13. desember 2005

þó langt sé liðið fram á dag. Yngsta barnið sefur enn og sá í miðið er úti að ganga með kærustunni. Sá elsti er án efa í vinnunni. Ég get valið um að verja deginum með ýmsum hætti en ætla bara að láta hann líða, halda áfram að lesa bókina sem ég byrjaði á í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

góð helgi með

11. desember 2005

ýmsum aktivitetum liðin. Fór með einni systur minni á sýningu á laugardag, í búðarrölt og á kaffihús. Í dag var svo 12 ára afmæli hjá annarri systur minni og ég fór í stutta heimsókn til þeirrar þriðju á heimleiðinni til að kíkja á jólaundirbúning hennar. Yngri unglingurinn minn einangraði efri hæð nýbyggingarinnar í gær og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

dæmigerðar fréttir

10. desember 2005

eru eins og þær sem fluttar eru af öryrkjaskýrslu. Haft er eftir ráðherrum að prófessorinn fari með rangfærslur, prófessorinn segir ráðherrana vera með útúrsnúninga. Svo á pöbullinn að skera úr um hvor hefur rétt fyrir sér. Af því við höfum ekki tíma né nennu til að kafa ofan í málið taka þeir sem fylgja ríkisstjórninni, […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég ylja mér

9. desember 2005

oft við minningar frá dvöl minni í Píran. Það er næstum óraunverulegt að ég hafi verið í þessum gamla fallega bæ. Svo skoða ég myndirnar mínar og man eftir að þetta er ekki bara draumur. Ég held ég verði að fara af landi brott á næstu önn líka til að nýta mér til fulls það […]

Ummæli (0) - Óflokkað

mikið er ég

glöð að geta loksins pantað endurvinnslutunnu. Hlakka til að losna fyrr við dagblaðabunkana og fernurnar úr ruslaskápnum, fyrir utan að vera laus við að standa á mishuggulegum stöðum að troða þessu rusli í skítuga risagáma. Frábær viðbót að geta sett plast og málma í þær líka.

Ummæli (0) - Óflokkað

B situr og les fyrir

8. desember 2005

sálfræðipróf. A er að leika sér í tölvunni. Rigningin streymir niður rúðurnar og trén lemjast til. Í eldhúsglugga nágranna míns logar á rauðu aðventuljósi. Ég nenni ekki að labba út í búð til að kaupa það sem mig vantar í smákökurnar sem ég hafði hugsað mér að baka í dag. Baksturinn bíður því betri tíma.

Ummæli (0) - Óflokkað

þetta eru líka

7. desember 2005

falleg kort. Annað klippt úr þykku kartoni og hitt úr tímaritapappír. Auðvitað gáfulegt að nýta allan þennan pappír sem stöðugt berst inn til mín. Hitti nokkrar samstarfskonur mínar í gærkvöldi. Það voru gefandi samskipti, soldið slúðrað á milli þess sem við skipulögðum uppákomu sem verður í næstu viku.

Ummæli (0) - Óflokkað

kartöfluþrykkið

6. desember 2005

hafði áhrif á jólakortagerð ársins. Alla vega þessa týpuna sem sést hér á myndinni. Ég keypti munstraða pappírinn í Muji í Dublin en fékk handgerðu arkirnar hjá Odda. Þetta eru tvö form, hringur og þríhyrningur. Það má rífast um það við mig hvort þetta gula er hár eða geislabaugur. Hugmyndin var að þetta væri geislabaugur […]

Ummæli (0) - Óflokkað