[ Valmynd ]

ég mokaði tröppurnar

Birt 18. janúar 2006

bara sjálf. Óttaðist að aftur væri komið frost ef ég biði eftir því að karlmennirnir hefðu tíma. S hefði auðvitað verið fljótari en ég en hann hefði ekki fylgst jafnvel með hverri gusu úr skóflunni svífa um loftið og skiptast í nokkra mola og falla svo til jarðar. Hann hefði heldur ekki verið í stórmunstruðum kjól, í fjallgönguskóm og með grifflur. Það er meira augnayndi fyrir nágrannana að ég geri þetta fyrir utan að þeir geta hugsanlega hlegið að klaufalegum tilburðum mínum…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

5 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  ..hehe.. vildi vera nágranninn.. ;)

  Takk fyrir kommentið.. ;)
  Það var fallegt! :)

  Ennþá betra að S er glöð í hjartanu sínu!

  18. janúar 2006 kl. 15.07
 2. Ummæli eftir ek:

  alltaf gott að geta glatt…

  18. janúar 2006 kl. 20.45
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Já þið glödduð mig mikið og nú mun ég kíkja á síðurnar ykkar á hverjum degi :) Greinilega fleiri en ég í fjölskyldunni sem hafa gaman af að tjá sig. En ég vissi það nú fyrir… ekki mjög þögult fólk í þessari fjölskyldu :) Vinir Alexander ræddu mikið um það eftir fermingarveisluna að fjölskyldan hefði verið alveg eins og ítölsk stórfjölskylda, talað og hlegið svo mikið. Ekki bara maturinn sem var ítalskur fannst þeim :)

  19. janúar 2006 kl. 11.31
 4. Ummæli eftir Sigga:

  Vinir Alexanders átti þetta að vera… :)

  19. janúar 2006 kl. 11.32
 5. Ummæli eftir ek:

  nei þögn er ekki sterkt einkenni en málæði og hlátur sem betur fer ;)
  ek

  19. janúar 2006 kl. 12.46