[ Valmynd ]

ég held að ráðherrann

Birt 23. janúar 2006

sé eitthvað að misskilja umræðuna . Ef kynslóðirnar skilja ekki hvor aðra þá mun stofnun um íslensk fræði ekki brúa það bil. Þetta er miklu frekar samfélagslegt vandamál en íslenskufræðilegt. Tungumál sem er notað lifir. Tungumál sem er læst inni í musteri fræðanna deyr. Brúin milli kynslóðanna felst í samskiptum. Börn og unglingar sem ala sig að miklu leyti upp sjálf koma sér eðlilega upp sínu samskiptaformi. Ef við höfum í alvöru áhyggjur af því þá þarf fullorðna fólkið að gefa börnum og unglingum meira af tíma sínum og tala við þau um landsins gagn og nauðsynjar. Ef við erum í okkar heimi og þau í sínum tölum við ekki sama tungumál. Í hólfuðu samfélagi verður til kynslóðabil í orðaforða jafnt og hugmyndum og menningin flyst ekki á milli kynslóða heldur endurnýjast. Hvort það er gott eða slæmt er svo hægt að þræta um.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

5 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  Ég er svo innilega sammála þér. En svo er ég annars að spá í hvaða börn allt þetta áhyggjufulla fólk er að hlusta á, ekki sömu börnin og ég… svo mikið er víst. Ég þekki mikið af börnum og unglingum sem mér finnst tjá sig á mun frumlegri hátt og meira skapandi en við gerðum á unglingsaldri. Og orðin sem eru smart núna eru meira og minna íslenskuslettur… breytt íslensk orð… en ekki enskuslettur eins og hjá okkar kynslóð.

  24. janúar 2006 kl. 11.16
 2. Ummæli eftir ek:

  ég óttast að gripið verði til einhverra uppskrúfaðra ráða sem ekki gera nokkurt gagn… Ég trúi ekki á að það að auka kennslu í formlegri íslensku í KHÍ bjargi tungumálinu ef það er að sálast. Ég heyrði kennara þaðan halda þeirri nauðsyn fram í útvarpinu í gær.
  Ef við megum ekki nota málið nema með leyfi fræðinga myndast gjá á milli þeirra sem kunna og hinna sem ekki kunna.
  EK

  24. janúar 2006 kl. 12.06
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Nákvæmlega. Ég heyrði brot úr viðtali við Hrafnhildi Gunnars. í Speglinum í gær og það var verulega gott. Þar var hún að tala um að það þyrfti fyrst og fremst að örva börn og leggja áherslu að tjáningu á unglingsárum. Þetta er nú einföldun hjá mér, bara eitt af mörgu sem hún sagði. En viðtalið var mjög gott og mér fannst hún hitta naglann á höfuðið. Ég fann þegar ég bjó í Svíþjóð hvað samnemendur mínir áttu auðvelt með að halda fyrirlestra blaðlaust og tjá sig, allur heili bekkurinn. Ástæðan trúlega sú að nemendur eru látnir gera þetta á hverjum einasta degi frá sex ára aldri, standa upp og tjá sig um eitthvað afmarkað. Alexander vandist þessu þarna úti og býr að því enn.

  25. janúar 2006 kl. 10.15
 4. Ummæli eftir ek:

  já einmitt tjá sig, það skiptir máli að nota málið.
  þetta hefur líklega verið Hrafnhildur Ragnars sem þú heyrðir í ;) missti af speglinum því ég fór að horfa á Hroka og hleypidóma. Allt svo fallegt þar og þess virði að horfa á þó ég þekki söguna vel þá voru áherslurnar einhvernveginn öðruvísi í þessari mynd. Ég er svo hrifin af þessum tíma, fötin og húsbúnaðurinn er æði og að sjá hænur og gæsir hlaupa frjálsar um garða…
  Hlusta á netinu til að heyra hvað HR sagði…
  ek

  25. janúar 2006 kl. 10.37
 5. Ummæli eftir Sigga:

  Já, þetta átti að vera Ragnars hjá mér :) Ég hlakka til að sjá Hroka og hleypidóma, er einmitt líka svo hrifin af þessum tíma og sit um alla sjónvarpsþætti og myndir sem sýna frá honum. Ekki síst þessa bresku.

  25. janúar 2006 kl. 13.27