[ Valmynd ]

líklega er ég ekki

Birt 30. janúar 2006

sú fyrsta sem kem út af heilsugæslustöð með bláa plastpoka á fótunum. Ég var reyndar ekki komin mjög langt þegar ég uppgötvaði þetta. Ég var í mesta basli með að ákveða hvað ég ætti að gera við þá bláu, engin ruslafata var í augsýn og ekki nennti ég að snúa við og skila þeim. Ég endaði með að stinga þeim í vasann á kápunni minni og ganga með þá heim.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  *hehe* Við erum greinilega skyldar. Þegar Alexander var á Tjarnarborg (fyrir frekar mörgum árum) gekk ég heim með svona bláa á fótunum. Mesta mildi að ekki yrðu árekstrar á Hringbrautinni :)

  30. janúar 2006 kl. 12.39
 2. Ummæli eftir P*aldis:

  hehe.. svo er líka fínt að eiga svona í vasanum.. ;)
  Aldrei að vita.. hvenær á þeim þyrfti að halda??
  - kannski
  .. . …verzt að það kemur alltaf gat á þá, um leið og mar labbar á þeim út?

  p.s.
  og húfan kemur að góðum notum ;)

  1. febrúar 2006 kl. 21.34
 3. Ummæli eftir ek:

  já mjög hlý húfa en ansi lélegir skór ;)

  1. febrúar 2006 kl. 23.10