[ Valmynd ]

þessi setning í auglýsingu

Birt 3. febrúar 2006

“Nú þurfa svipbrigði ekki lengur að setja mark sitt á andlit þitt!”
vakti athygli mína í morgun. En ég hef alltaf talið að svipbrigði væru hluti af persónuleika fólks. Ég hef haldið að fólk með líflaus/frosin andlit hljóti að eiga eitthvað bágt. Fólk með svo lífleg andlit að það festist ekki á filmu nema grett og ófrítt virkar oft meira lifandi á mig en fólk sem er eins og plastdúkkur á myndum. Söguna af gömlu konunni sem sagði: “jeg skal opleves” þegar til stóð að mynda hana hef ég nýtt sem staðfestingu á þeirri skoðun minni að það mark sem lífið setur á okkur er mikilsvirði þó það líti kannski ekki vel út á mynd.
Nú er sem sagt eftirsóknarvert að líta út eins og engin svipbrigði einkenni mann eða hafi einkennt mann. Merkilegt hvað framsóknarmenn eru fljótir að grípa trendin…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.