[ Valmynd ]

fegurð himinsins

Birt 7. febrúar 2006

vakti það mikla athygli mína að ég fór út á svalir og gerði tilraun til að mynda hana.

Það sama á við um blómið sem er á borðstofuborðinu sem þjónar mér sem skrifborð, það er fallegt. Fyrst ég var komin með myndavélina í hendur tók ég mynd af því líka. Himininn er fallegri í verunni en blómið jaðrar við að vera fallegra á myndinni. Þetta sama á líklega við um fólk, sumir eru fallegri í verunni en á myndum. Aðrir eru fallegri á myndum en í verunni.

Ég naut sólar í dag og gekk með sjónum tók svo sem ekki eftir neinu því ég hlustaði af mikilli athygli á útvarpsþátt á leið minni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  Og þá er ég náttúrulega forvitin að vita hvaða þáttur það var? :)

  7. febrúar 2006 kl. 23.55
 2. Ummæli eftir ek:

  Hve glöð er vor æska, þáttur um skólamál auðvitað :)
  ek

  8. febrúar 2006 kl. 9.25
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Akkúrat, auðvitað :) Þarf að hlusta á hann á netinu. Þvílík snilld að geta hlustað svona eftirá.

  8. febrúar 2006 kl. 9.43
 4. Ummæli eftir ek:

  já það er sko snilld sem ég hef oft glaðst yfir.

  8. febrúar 2006 kl. 11.23