[ Valmynd ]

smáatriði geta pirrað

Birt 10. febrúar 2006

mann ótrúlega mikið. Klippingin sem ég fékk síðast er t.d. alveg glötuð og er að gera mig brjálaða. Það er engu líkara en ég hafi ekki verið klippt og ef ég hefði ekki verið viðstödd klippinguna myndi ég ekki trúa því að ég væri nýklippt. Þessi galli á klippingunni kom ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum eftir að hún fór fram og felur það í sér að hárið á mér er eins og úrsér vaxið en ekki nýklippt. Það er sosum möguleiki að hárið á mér sé farið að vaxa enn hraðar en venjulega.
Buxur sem ég keypti víkka bara og víkka og aðrar eldri minnkuðu í þvotti. Þetta ruglar mig svo ærlega í ríminu að einn daginn held ég að ég sé að snarfitna og annan að skreppa saman. Í hinu stóra samhengi alheimsins eru þetta nánast ósýnileg vandamál sem ég leyfi að taka töluvert rými í minni litlu veröld.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.