[ Valmynd ]

nú spyr ég

Birt 12. febrúar 2006

getur verið að maður sé að gera of miklar kröfur um að allt sé eftir manns höfði? Þarf maður að læra að útiloka það slæma og sinna því góða . Geta sætt sig við það sem maður fær ekki breytt, hafa kjark til að breyta því sem hægt er að breyta og VIT til að greina þar á milli?
Líklega fara of miklir kraftar hjá manni í það að reyna að breyta hlutum sem maður fær ekki breytt og maður nýtur þess vegna ekki ávaxtanna af því góða sem maður hefur þó áhrif á.
Maður horfir framhjá því sem vel tekst og er alltaf að einblína á það sem betur mætti fara.
Er maður of gagnrýninn? Er maður með hugarmynd í hausnum sem er svo mikil útóbía að það að reyna að vinna að henni er vís leið til vonbrigða? Þarf maður hugsanlega að breyta eigin hugarmynd og taka smærri skref? Ef heimurinn er ekki eins og maður sjálfur vill hafa hann er þá ekki allt eins víst að manns vilji sé heimskulegur?

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.