[ Valmynd ]

þegar ég sá

Birt 16. febrúar 2006

þessa mynd á forsíðu mbl.is áðan hélt ég fyrst að þetta væri listaverk. Mér fannst litirinir og uppstillingin á einhvern hátt kunnugleg. Við nánari athugun kom svo í ljós að þetta er ljósmynd sem lýsir hryllingi sem viðgengst í veröldinni.Sjón mín er orðin svo undarlega döpur með árunum að ég sé veröldina í rósrauðum bjarma þegar mér hentar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

5 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  Var einmitt að koma úr sjónmælingu hjá Friðbert :) Sjónin farin að daprast smá hérna megin líka og áður en ég las textann var ég viss um að þetta væri listaverk. Það gera litirnir og formin.

  16. febrúar 2006 kl. 14.33
 2. Ummæli eftir ek:

  Friðbert sagði að ég væri með 100% sjón það er bara ellin sem er farin að slappa í mér augun. Tiger gleraugu duga því vel við lestur o.þ.h. en ég les oft fyrirsagnir kolvitlaust og sé hluti í skrýtnu samhengi.
  Það eru tiltekin listverk sem ég man eftir sem líkjast þessari ljósmynd mikið. T.d. mjög fræg mynd af manni sem er viti sínu fjær af hræðsu fyrir framan byssukjaft. Ég man náttúrulega ekki hvað hún heitir en hún hafði mikil áhrif á mig þegar ég var krakki. Var í listaverkabók sem mamma átti.
  ek

  16. febrúar 2006 kl. 15.01
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Ég þarf líka að fara í Tiger og kaupa mér gleraugu… tók eftir því að hönnuðir voru farnir að minnka letrið ansi mikið á vítamínglösum og geisladiskahulstrum :) Held ég hafi séð þessa mynd sem þú ert að tala um. En formin á myndinni, og litirnir… ef maður sér ekki myndefnið… minna mig á myndir eftir franskan listmálara… sem ég man ekki nafnið á í svipinn. Hann málaði oft á eyjunni Martinique.

  16. febrúar 2006 kl. 18.17
 4. Ummæli eftir ek:

  jú það er rétt Gaughain (kannski ekki rétt stafsett)heitir hann og ég las einhvern tíma bók byggða á ævi hans…
  ek

  16. febrúar 2006 kl. 19.21
 5. Ummæli eftir Sigga:

  Akkúrat, var að meina hann :)

  16. febrúar 2006 kl. 20.59